Kosningum frestað til héraðsráða Moskvu. Reuter. KOSNINGUM til héraðsstjórna í Rússlandi kann að verða frestað, að því er Sergej Fílatov, skrifstofustjóri Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, segir í dag í samtali við blaðið Ízvestíu í gær.

Kosningum frestað til héraðsráða Moskvu. Reuter.

KOSNINGUM til héraðsstjórna í Rússlandi kann að verða frestað, að því er Sergej Fílatov, skrifstofustjóri Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, segir í dag í samtali við blaðið Ízvestíu í gær.

Gert hefur verið ráð fyrir kosningunum í vor en líklega verður þeim frestað fram á sumar eða jafnvel til haustsins svo þingið hafi tíma til þess að setja landinu nýja kosningalöggjöf, að sögn Fílatovs.

Fílatov sagði að góður árangur þjóðernissinna og kommúnista í þingkosningunum í desember kynni að raska áformum um að breyta sveitarstjórnafyrirkomulagi, þ.e. hverfa frá ráðunum, síðustu arfleifð stjórnkerfis kommúnista.

Vænta ekki mikillar kjörsóknar

Fílatov sagðist ekki eiga von á mikilli kjörsókn. "Fólk sem gerir engan mun á stjórnmálaöflunum óttast að endurtaka sömu vitleysuna," sagði hann.