Líf og fjör á öskudegi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum. EYJAKRAKKAR fjölmenntu í bæinn á miðvikudag, heimsóttu verslanir og fyrirtæki og sungu hástöfum en fengu að launum eitthvert góðgæti.

Líf og fjör á öskudegi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum.

EYJAKRAKKAR fjölmenntu í bæinn á miðvikudag, heimsóttu verslanir og fyrirtæki og sungu hástöfum en fengu að launum eitthvert góðgæti. Þá var kötturinn sleginn úr tunnunni á Stakkagerðistúni en síðan dönsuðu allir á diskóteki í Félagsheimilinu.

Krakkarnir streymdu í bæinn snemma dags klæddir ýmiskonar furðufötum og málaðir í framan. Þau fóru í hópum um bæinn og í öllum verslunum og fyrirtækjum var stanslaus straumur ungmenna sem söng hástöfum fyrir starfsfólk og viðskiptavini og að launum fengu þau eitthvert góðgæti. Eftir hádegi mættu krakkarnir á Stakkagerðistúnið þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og eftir að því verki var lokið var dreift sælgæti yfir krakkahópinn sem tók vel við.

Síðan var diskótek í Félagsheimilinu þar sem krakkarnir dönsuðu fram eftir degi.

Grímur

Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson