Líflegur öskudagur með barnasöng Selfossi. SöNGUR barna í verslunum og á stofnunum gegn góðgæti er siður sem fest hefur sig í sessi á Selfossi eins og víða annars staðar.

Líflegur öskudagur með barnasöng Selfossi.

SöNGUR barna í verslunum og á stofnunum gegn góðgæti er siður sem fest hefur sig í sessi á Selfossi eins og víða annars staðar. Grunninn að þessum sið leggja fóstrur leikskólanna sem alltaf fara með hópa sína út að ganga á öskudaginn og eru þá allir í furðufatabúningum.

Eftir hádegið hópuðust börn saman við Sólvallaskóla til þess að slá köttinn úr tunnunni. Eftir miklar barsmíðar tókst að ná góðgætinu úr tunnunum og koma því til skila til áhorfenda. Síðdegis var svo grímuball í félagsmiðstöðinni. Dagurinn var því líflegur og börnin áttu sinn stóra þátt í að gera hann eftirminnilegan.

Sig. Jóns.

Morgunblaðið/Sigurður Jónsson

Leikskólabörnin af Ásheimum leggja af stað í öskudagsgöngutúrinn.