Opinber fyrir lestur á Selfossi KRISTJÁN Kristjánsson, lektor við Háskólann á Akureyri, heldur sunnudaginn 20. febrúar kl. 15, fyrirlestur í Fjölbrautaskólanum á Selfossi.

Opinber fyrir lestur á Selfossi

KRISTJÁN Kristjánsson, lektor við Háskólann á Akureyri, heldur sunnudaginn 20. febrúar kl. 15, fyrirlestur í Fjölbrautaskólanum á Selfossi. Fyrirlesturinn nefnir Kristján "Menntamál á lýðveldisafmæli" og mun hann fjalla um stöðu skólamála eins og þau horfa við honum nú þegar lýðveldið okkar er að vera hálfrar aldar gamalt.

Fyrirlesturinn er skipulagður í samvinnu Fjölbrautaskóla Suðurlands, Fræðsluskrifstofu Suðurlands og Félags áhugamanna um heimspeki.

Fyrirlesturinn verður í húsakynnum Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Hann er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Að fyrirlestrinum loknum gefst kostur á fyrirspurnum og umræðum, en ef vel tekst til getur orðið framhald á fyrirlestrahaldi af þessu tagi.