Íslandsmót í gömlu dönsunum og Rock'n Roll ÍSLANDSMÓT í gömlu dönsunum og rock'n roll verður haldið á vegum Dansráðs Íslands í Íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ, sunnudaginn 20. febrúar nk. og hefst keppnin kl. 13. Miðasala hefst kl. 11 og húsið opnar kl.

Íslandsmót í gömlu dönsunum og Rock'n Roll

ÍSLANDSMÓT í gömlu dönsunum og rock'n roll verður haldið á vegum Dansráðs Íslands í Íþróttahúsinu Ásgarði, Garðabæ, sunnudaginn 20. febrúar nk. og hefst keppnin kl. 13. Miðasala hefst kl. 11 og húsið opnar kl. 12.

Þegar eru um 300 pör skráð til keppninnar og er keppt í aldurshópunum frá undir 7 ára aldri. Í mótinu taka þátt börn, unglingar og fullorðnir og einnig má sjá atvinnumenn keppa í rock'n roll keppninni.