Svava Björnsdóttir sýnir í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞESSAR vikurnar stendur yfir sýning á verkum Svövu Björnsdóttur í sýningarsal skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn.

Svava Björnsdóttir sýnir í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.

ÞESSAR vikurnar stendur yfir sýning á verkum Svövu Björnsdóttur í sýningarsal skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Á sýningunni eru fjögur verk, sem einnig voru á sýningu Svövu á Kjarvalsstöðum í fyrra. Um er að ræða skúlptúra, steypta í pappírsmassa.

skrifstofuhúsi Norrænu ráðherranefndarinnar steinsnar frá Nýhöfninni er sýningarsalur í anddyri hússins. Þangað er norrænum listamönnum boðið að koma og sýna verk sín. Aðaláherslan er lögð á að bjóða ungum og áhugaverðum listamönnum að sýna þarna.

Skúlptúrana vinnur Svava með því að skera út form sín í frauðplast og notar þau síðan sem mót fyrir pappírsmassa, sem verkin eru steypt úr. Pappírsmassi er óvenjulegt efni í skúlptúrgerð og úrvinnsla Svövu mjög sérstök, bæði hvað snertir form, en ekki síður litanotkun hennar og áferð verkanna.

Sýningin verður opin út febrúarmánuð. Salurinn er opinn á skrifstofutíma, en utan hans sjást verkin vel af götunni, þar sem salurinn er upplýstur eftir lokun.