16. desember 2008 | Fólk í fréttum | 149 orð | 2 myndir

Derrick allur

Derrick og Harry Sáu við þeim sem voru með óhreint mjöl í pokahorninu.
Derrick og Harry Sáu við þeim sem voru með óhreint mjöl í pokahorninu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞÝSKI leikarinn og Íslandsvinurinn Horst Tappert lést á sjúkrahúsi í München á laugardag en hann þekkja Íslendingar best sem leynilögreglumanninn Stephan Derrick.
ÞÝSKI leikarinn og Íslandsvinurinn Horst Tappert lést á sjúkrahúsi í München á laugardag en hann þekkja Íslendingar best sem leynilögreglumanninn Stephan Derrick. Morðgátuþættirnir, er hétu einfaldlega Derrick, voru sýndir á RÚV í fjölda ára og þar fylgdust aðdáendur hans með því hvernig hann leysti hvert morðmálið á fætur öðru með dyggri aðstoð Harrys Kline, félaga síns. Þættirnir voru nokkuð ólíkir nútíma bandarískum lögregluþáttum þar sem lausnin fólst yfirleitt í því að finna sökudólginn með kænsku en ekki skotbardögum eða álíka ofbeldi.

Horst, sem var 85 ára að aldri, kom hingað til lands árið 1996 íslenskum aðdáendum hans til mikillar ánægju. Þá nýtti hann tækifærið og naut íslenskrar náttúru auk þess sem hann spilaði hér golf.

Sýningar á Derrick hófust árið 1974 og var framleiddur 281 þáttur fram til ársins 1998 þegar þeir hættu. Þættirnir voru sýndir í 102 löndum og síðar gerð teiknimynd með söguhetjunum Derrick og Harry Kline.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.