Deilan um búvörufrumvarpið Formennirnir leita samsamkomulags DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra mun eiga fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra í dag vegna búvörudeilunnar.

Deilan um búvörufrumvarpið Formennirnir leita samsamkomulags

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra mun eiga fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra í dag vegna búvörudeilunnar. Kjartan Jóhannsson, sendiherra í Genf, hefur verið kallaður heim vegna þess ágreinings sem upp er kominn um búvörufrumvarpið og sat hann í gær fund í utanríkisráðuneytinu þar sem farið var yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið í landbúnaðarnefnd á frumvarpinu með tilliti til GATT-samninga og annarra milliríkjasamninga sem Ísland er aðili að.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu einnig á fundinum í utanríkisráðuneytinu í gær fyrir hönd forsætisráðherra auk sérfræðinga úr utanríkis- og viðskiptaráðuneytinu.

Verður samkvæmt heimildum Morgunblaðsins lögð áhersla á að reynt verði að ná samkomulagi milli stjórnarflokkanna í þessari deilu yfir helgina en formaður landbúnaðarnefndar ætlar að afgreiða búvörufrumvarpið með fyrirliggjandi breytingartillögum út úr nefndinni á þriðjudag.

Sjá einnig bls. 16.