Miklaholtshreppur Eldusvoði í íbúðarhúsi Borg UM miðjan dag í gær kom upp eldur í íbúðarhúsi á Miðhrauni 2 í Miklaholtshreppi. Eldurinn magnaðist fljótt en þó tókst fljótlega að slökkva hann.

Miklaholtshreppur Eldusvoði í íbúðarhúsi Borg

UM miðjan dag í gær kom upp eldur í íbúðarhúsi á Miðhrauni 2 í Miklaholtshreppi.

Eldurinn magnaðist fljótt en þó tókst fljótlega að slökkva hann. Hjónunum á Miðhrauni, Guðmundur Þórðarson og Anna Þórðardóttir, tókst það með því að brjóta rúðu í eldhúsinu og dæla vatni með þar til gerðri 30 metra brunaslöngu á kefli sem var í húsinu. Hjálp barst fljótlega.

Allt sem í eldhúsinu var er ónýtt, og er tjónið mjög tilfinnanlegt. Ekki er vitað hver eldsupptök voru en sem betur fór komst eldurinn ekki nema í eldhúsið.

Páll.