Kjarvalssýning opnuð í dag SÝNING á verkum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, laugardaginn 19. febrúar, kl. 16.

Kjarvalssýning opnuð í dag

SÝNING á verkum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, laugardaginn 19. febrúar, kl. 16.

Sýningar á verkum Kjarvals eru fyrir löngu orðinn fastur liður í starfsemi Kjarvalsstaða og er markmiðið með þeim að gefa áhorfendum sem gleggsta mynd af lífsstarfi Kjarvals.

Að þessu sinni getur að líta úrval málverka úr eigu Kjarvalssafns. Þau eru flest frá seinni hluta ferils Kjarvals.

Sýningin er opin daglega frá kl. 10 til kl. 18 og stendur til sunnudagsins 8. maí.