Morgunblaðið/Emilía Páskaeggin á færibandi PÁSKARNIR eru að þessu sinni um mánaðamótin marz/apríl eða eftir einn og hálfan mánuð.

Morgunblaðið/Emilía Páskaeggin á færibandi

PÁSKARNIR eru að þessu sinni um mánaðamótin marz/apríl eða eftir einn og hálfan mánuð. Hjá Nóa-Síríusi var strax farið að huga að framleiðslu páskaeggja uppúr áramótunum og dag hvern eru framleidd páskaegg sem landsmenn munu borða með beztu lyst, ekki síst yngsta kynslóðin. Það eru Lilian Jakobsen og Guðfinna Snorradóttir sem handleika eggin.