Verslunin Sautján Snyrtivörur á Fríhafnarverði VERSLUNIN Sautján selur snyrtivörur á sama verði og Fríhöfnin í Keflavík og segir Bolli Kristinsson, eigandi verslunarinnar, að það hafi upphaflega byrjað vegna útsölu sem nú stendur yfir í versluninni en...

Verslunin Sautján Snyrtivörur á Fríhafnarverði

VERSLUNIN Sautján selur snyrtivörur á sama verði og Fríhöfnin í Keflavík og segir Bolli Kristinsson, eigandi verslunarinnar, að það hafi upphaflega byrjað vegna útsölu sem nú stendur yfir í versluninni en líkur séu á því að þessu verði haldið áfram eftir að henni lýkur. Nemur verðlækkunin að meðaltali um 20%.

"Þegar við vorum að skoða snyrtivörurnar fyrir útsöluna sáum við að það var um 20% verðmunur hjá okkur og í Fríhöfninni og ákváðum að lækka þær sem því næmi," segir Bolli.

Hann sagði að verslunin væri með verðlista Fríhafnarinnar þar sem verð væri gefið upp í Bandaríkjadölum og væri íslenskt verð reiknað þegar viðskiptavinurinn borgaði vöruna.

Þær snyrtivörur sem seldar eru í Fríhöfninni og í Sautján eru frá Lancaster, Lanc^ome og Clarins auk þess sem um ýmsar ilmvatnstegundir er að ræða.

Helmingur seldur í Fríhöfn

Bolli segir að allt að helmingur snyrtivörusölu hérlendis fari fram í Fríhöfninni og aðspurður um hvort þetta benti ekki til þess að verð á snyrtivörum væri einfaldlega of hátt hérlendis segir hann að snyrtivörur séu í háum tollaflokki auk þess að bera 24,5% viðisaukaskatt. Í Fríhöfninni séu vörur hins vegar seldar án þessara gjalda.