19. febrúar 1994 | Innlendar fréttir | 86 orð

Verðbólgu hraðinn 1%

Verðbólgu hraðinn 1% LÁNSKJARAVÍSITALA hækkar um 0,09% milli mánaðanna febrúar og mars og jafngildir sú hækkun 1,1% hækkun á heilu ári. Vísitalan 3.343 gildir fyrir mars.

Verðbólgu hraðinn 1%

LÁNSKJARAVÍSITALA hækkar um 0,09% milli mánaðanna febrúar og mars og jafngildir sú hækkun 1,1% hækkun á heilu ári. Vísitalan 3.343 gildir fyrir mars. Hækkunin síðustu þrjá mánuði jafngildir 0,5% verðhjöðnun, hækkunin síðustu sex mánuði 0,8% verðbólgu og hækkunin síðustu tólf mánuði hefur verið 2,1%.

Byggingarvísitalan í febrúar hefur hækkað um 0,16% frá janúar. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,1% sem jafngildir 0,4% hækkun á heilu ár. Hækkunin síðustu 12 mánuði er 2,9%. Launavísitala febrúarmánaðar er óbreytt frá vísitölu janúar.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.