BADMINTON Landsliðið keppir í Glasgow andsliðið í bandminton er farið til Skotlands, þar sem það tekur þátt í liðakeppni - karlaliðið í Thomas Cup og kvennaliðið í Uber Cup. Mótin byrja á morgun og þá leika bæði liðin við Spánverja.

BADMINTON Landsliðið keppir í Glasgow andsliðið í bandminton er farið til Skotlands, þar sem það tekur þátt í liðakeppni - karlaliðið í Thomas Cup og kvennaliðið í Uber Cup. Mótin byrja á morgun og þá leika bæði liðin við Spánverja.

Landsliðin eru skipuð þessum spilurum: Broddi Kristjánsson, Árni Þór Hallgrímsson, Þorsteinn Páll Hængsson, Guðmundur Adolfsson, Tryggvi Nielsen, Elsa Nielsen, Birna Petersen, Guðrún Júlíusdóttir, Þórdís Edwald og Vigdís Ásgeirsdóttir.

Karlaliðið er í riðli með Spáni, Búlgaríu og Barbados. Möguleikar liðsins eru góðir.

Kvennaliðið er í riðli með Ísrael, Spáni og Belgíu. Möguleikar liðsins eru taldir góðir.