JUDITH Esztergal er markahæst ÍBV-stúlkna í bikarkeppninni í vetur, hefur gert 19 mörk í þremur leikjum. Andrea Atladóttir kemur næst með 16. HALLA María Helgadóttir hefur gert 13 mörk í keppninni í vetur fyrir Víking í tveimur leikjum.

JUDITH Esztergal er markahæst ÍBV-stúlkna í bikarkeppninni í vetur, hefur gert 19 mörk í þremur leikjum. Andrea Atladóttir kemur næst með 16. HALLA María Helgadóttir hefur gert 13 mörk í keppninni í vetur fyrir Víking í tveimur leikjum.

ÍBV hefur lagt KR, Fram og Val að velli á leiðinni í úrslit. Víkingur sat hjá í fyrstu umferð en sigraði síðan Hauka og Stjörnuna.

MEÐALALDUR leikmanna Víkings er 22,538 ár en samsvarandi tala fyrir ÍBV er 21,643.

DÓMARAR leiksins í dag eru Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson af Akranesi.

TERRY Venables, landsliðsþjálfari Englands, hefur kallað á Bryan Robson, fyrrum fyrirliða enska landsliðsins og leikmann með Man. Utd., til liðs við sig. Hann og Don Howe verða aðstoðarmenn hans fram yfir Evrópukeppni landsliða 1996. Howe var aðstoðarmaður Bobby Robsons í heimsmeistarakeppninni á Ítalíu 1990.

DAVE Sexton, sem var einnig aðstoðarmaður Robsons, hefur verið ráðinn þjálfari 21 árs landsliðsins. Hann var framkvæmdastjóri Chelsea fyrir 25 árum, þegar Terry Venables lék með liðinu.