KVIKMYNDIR byggðar á verkum tveggja skáldjöfra, Williams Shakespeare og Lévs Tolstoj, eru á sýningarskrá bíósalar MÍR, Vatnsstíg 10, í febrúarmánuði. Nk. sunnudag, 20. febrúar, kl.

KVIKMYNDIR byggðar á verkum tveggja skáldjöfra, Williams Shakespeare og Lévs Tolstoj, eru á sýningarskrá bíósalar

MÍR, Vatnsstíg 10, í febrúarmánuði. Nk. sunnudag, 20. febrúar, kl. 16 verður þriðja rússneska Shakespeare-myndin sýnd, Hamlet, fræg verðlaunamynd L. Kozintsév frá árinu 1964. Með titilhlutverkið fer Innokentíj Smoktúnovskíj. Tónlistin er eftir Dmitri Shostakovitsj. Enskir skýringartextar. Annan sunnudag fellur kvikmyndasýning niður í bíósalnum Vatnsstíg 10, því að daginn áður, laugardaginn 19. febrúar, verður "maraþonsýning" á einhverri lengstu og dýrustu mynd sem gerð hefur verið fyrr og síðar. Þetta er Stríð og friður, mynd S. Bondarsjúk frá 1964­66 sem byggð er á skáldsögu Tolstojs. Allir fjórir hlutar myndarinnar verða sýndir samdægurs og hefst sýning kl. 10 að morgni og lýkur um kl. 18.40. Kaffi- og matarhlé verða milli myndarhluta. Aðgangur aðeins gegn framvísun miða sem afgreiddir verða á Vatnsstíg 10 sunnudaginn 20. febrúar kl. 15­18 og þrjá næstu daga á eftir kl. 17­18.