19. febrúar 1994 | Smáfréttir | 109 orð

MYNDBÆR HF. hefur gefið út á myndbandi fræðslumyndina Brunavarnir í heimahúsum.

MYNDBÆR HF. hefur gefið út á myndbandi fræðslumyndina Brunavarnir í heimahúsum. Myndin er gerð með faglegri aðstoð Slökkviliðsins í Reykjavík.

MYNDBÆR HF. hefur gefið út á myndbandi fræðslumyndina Brunavarnir í heimahúsum. Myndin er gerð með faglegri aðstoð Slökkviliðsins í Reykjavík. Í myndinni Brunavarnir í heimahúsum er fjallað um helstu eldhættur á heimilum og hvernig á að bregðast við ef eldur brýst út. Eldsvoðar á heimilum eru algengastir eldsvoða og flestir sem farast í þeim verða fyrir því á heimilum. Algengustu orsakir eldsvoða er að finna hjá okkur sjálfum þ.e. kæruleysi, óvarkárni og vanþekkingu. Myndin er liður í að kenna almenningi hvað ber að varast og hvernig á að bregðast við ef eldur brýst út. Samstarfsaðilar við gerð myndarinnar voru Slökkviliðið í Reykjavík, Brunamálastofnun ríkisinsm, Rafmagnsveita Reykjavíkur og Vátryggingafélag Íslands hf.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.