NOKKUR kristileg félög halda samkomu nú um helgina þar sem séra Ólafur Felixson, sóknarprestur í Danmörku talar. Samkoman verða í Breiðholtskirkju í kvöld, laugardaginn 19. febrúar kl. 20. Þriðja og síðasta samkoman verður á sunnudag kl. 17.

NOKKUR kristileg félög halda samkomu nú um helgina þar sem séra Ólafur Felixson, sóknarprestur í Danmörku talar. Samkoman verða í Breiðholtskirkju í kvöld, laugardaginn 19. febrúar kl. 20. Þriðja og síðasta samkoman verður á sunnudag kl. 17. Yfirskrift samkomanna er: Jesús Kristur kominn til að vera. Allir eru velkomnir á samkomurnar. Mánudagskvöldið 21. febrúar mun sr. Ólafur tala á fundi Kristilegs félags heilbrigðisstétta og fjalla um efnið: Þurfa kristnir einstaklingar trúarlega umhyggju og hjálp? Um ótta við að vera ófullkominn og frelsi til að nota náðargáfur sínar fyrir líkama Krists. Fundurinn, sem er öllum opinn, verður í safnaðarheimili Laugarneskirkju og hefst með kaffisopa kl. 20. Sr. Ólafur er hér á landi í boði Samtaka um kristna boðum meðal gyðinga en samkomurnar í Breiðholtskirkju eru haldnar af KFUM og K í Reykjavík, Kristilegu skólahreyfingunni og Kristniboðssambandinu.

Sr. Ólafur Felixson