NÁMSKEIÐ verður haldið í Ljósheimum, Hverfisgötu 105, Reykjavík, laugardaginn 26. febrúar og á Akureyri laugardaginn 5. mars kl. 10­17.

NÁMSKEIÐ verður haldið í Ljósheimum, Hverfisgötu 105, Reykjavík, laugardaginn 26. febrúar og á Akureyri laugardaginn 5. mars kl. 10­17. Námskeiðið heldur Huld Jónsdóttir og verða tekin fyrir eftirtalin efni: Vatnsberaöldin/endurkoma Krists, Heilagur andi/Guð-móðir, Opnun hjartans/Að lifa andlegu lífi. Námskeiðið verður í formi fyrirlestra, umræðna, hugleiðsla og æfinga. Lögð verður áhersla á tengingu ofangreindra viðfangsefna við dagleg líf og hvernir má með hagnýtingu þeirra búa sig undir umskipti þau sem jörðin og allt líf á henni gengur nú í gegnum, segir í fréttatilkynningu. Huld Jónsdóttir hefur um árabil verið í stjórn Ljósheima og aðalkennari Norræna heilunarskólans í Reykjavík. Mun hún ennfremur standa fyrir fyrirlestrum um Hvíta bræðralagið 8. mars og um geimverur 3. maí nk. í Ljósheimum.