19. febrúar 1994 | Smáfréttir | 69 orð

Í SELTJARNARNESKIRKJU verður fjölskylduguðsþjónusta á konudaginn, sunnudaginn

Í SELTJARNARNESKIRKJU verður fjölskylduguðsþjónusta á konudaginn, sunnudaginn 20. febrúar. Sú hefð hefur skapast að konur úr Kvenfélaginu Seltjörn á Seltjarnarnesi aðstoði við guðsþjónustu á konudaginn. Fjallað verður um fjölskylduna í tali og tónum.

Í SELTJARNARNESKIRKJU verður fjölskylduguðsþjónusta á konudaginn, sunnudaginn 20. febrúar. Sú hefð hefur skapast að konur úr Kvenfélaginu Seltjörn á Seltjarnarnesi aðstoði við guðsþjónustu á konudaginn. Fjallað verður um fjölskylduna í tali og tónum. Konur syngja stólvers, ákveða sálma, sjá um ritningarlestur og aðstoða við að útdeila sakramentinu, syngja ásamt barnakór og börn leika á hljóðfæri. Léttur hádegisverður framreiddur að messu lokinni. Konur eru hvattar til að mæta með fjölskyldur sínar.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.