Í SELTJARNARNESKIRKJU verður fjölskylduguðsþjónusta á konudaginn, sunnudaginn 20. febrúar. Sú hefð hefur skapast að konur úr Kvenfélaginu Seltjörn á Seltjarnarnesi aðstoði við guðsþjónustu á konudaginn. Fjallað verður um fjölskylduna í tali og tónum.

Í SELTJARNARNESKIRKJU verður fjölskylduguðsþjónusta á konudaginn, sunnudaginn 20. febrúar. Sú hefð hefur skapast að konur úr Kvenfélaginu Seltjörn á Seltjarnarnesi aðstoði við guðsþjónustu á konudaginn. Fjallað verður um fjölskylduna í tali og tónum. Konur syngja stólvers, ákveða sálma, sjá um ritningarlestur og aðstoða við að útdeila sakramentinu, syngja ásamt barnakór og börn leika á hljóðfæri. Léttur hádegisverður framreiddur að messu lokinni. Konur eru hvattar til að mæta með fjölskyldur sínar.