Þorvaldur áfram í Gallerí Borg UNDANFARIÐ hefur staðið yfir sölusýning á 25 verkum eftir Þorvald Skúlason í Gallerí Borg við Austurvöll. ftir að danskur aðili lýsti áhuga á að kaupa verk eftir Þorvald auglýsti galleríið eftir myndum og söfnuðust svo...

Þorvaldur áfram í Gallerí Borg

UNDANFARIÐ hefur staðið yfir sölusýning á 25 verkum eftir Þorvald Skúlason í Gallerí Borg við Austurvöll.

ftir að danskur aðili lýsti áhuga á að kaupa verk eftir Þorvald auglýsti galleríið eftir myndum og söfnuðust svo margar að efnt var til sýningarinnar. Hún verður framlengd um viku, til sunnudagsins 27. febrúar. Gallerí Borg er opið um helgar frá kl. 14-18 en frá kl. 12-18 virka daga.