23. desember 2008 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Margrét Kara komin heim frá Bandaríkjunum og samdi við KR-inga

Margrét Kara Sturludóttir
Margrét Kara Sturludóttir
MARGRÉT Kara Sturludóttir landsliðskona í körfuknattleik, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við KR en þangað kemur hún frá Bandaríkjunum.
MARGRÉT Kara Sturludóttir landsliðskona í körfuknattleik, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við KR en þangað kemur hún frá Bandaríkjunum.

Margrét Kara hóf ferilinn í meistaraflokki hjá Njarðvík eins og hún á kyn til því hún er dóttir Sturlu Örlygssonar, sem lék með Njarðvík í fjölda ára. Hún skipti þó snemma yfir í Keflavík og lék með liðinu í efstu deild í þrjú ár. Hún var valin nýliði tímabilsins 2006-2007 og komst í úrvalslið þess tímabils. Í sumar ákvað hún að halda til náms til Bandaríkjanna og settist á skólabekk í Elon háskólanum en vegna breyttra aðstæðna nýverið ákvað hún að koma heim á ný og skrifaði undir samning við KR í gær.

Heimasíða KR ræddi við hana í gær þegar hún hafði skrifað undir og segir hún þar að hún hlakki mikið til að spila fyrir „stærsta og flottasta klúbb á landinu.“ Um ástæðu þess að KR varð fyrir valinu segist hún vera að hugsa um framtíðina jafnframt því sem sig hafi langað til að breyta til. „Ég ætla mér að vera partur af sterku liði í Vesturbænum. Ég ræddi þetta við foreldra mína og eigum við ekki að segja að ég hafi fengið blessun pabba fyrir skiptunum,“ segir Margrét Kara. skuli@mbl.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.