Þorbjörn Sigurgeirsson Þorbjörn Sigurgeirsson var brautryðjandi í rannsóknum í eðlisfræði og á sumum sviðum jarðeðlisfræði hér á landi. Orðið brautryðjandi á hér vel við, því að Þorbjörn var ekki bara frumkvöðull sem benti á leiðina, heldur ruddi hann brautina, svo að aðrir ættu greiða götu. Hann ætlaðist ekki til að aðrir sköpuðu aðstöðu fyrir hann, en vann að því sjálfur að skapa aðstöðuna, fyrir sig og aðra. Í hverju verkefnisem hann fékkst við, vann hann öll þau verk sem vinna þurfti, án tillits til þess hvers eðlis þau voru. Þetta einkenndi öll hans störf, ekki bara rannsóknarstörf. Þetta, samfara miklum hæfileikum, þekkingu, hugmyndaauðgi, útsjónarsemi, dugnaði og þrautseigju gerði það að verkum, að ævistarf Þorbjörns varð svo ár angursríkt, sem raun ber vitni.

Samstarf okkar Þorbjörns hófstá fyrstu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um friðsamlega nýtingu kjarnorku, sem haldin var í Genf í Sviss í ágúst 1955. Þar vorum við fulltrúar Íslands ásamt Kristjáni Albertssyni, sendifulltrúa í París. Við vorum þá einu eðlisfræðingarnir hér á landi, en sá þriðji, Páll Theódórsson, var þá um það bil að ljúka námi.

Þorbjörn var þá framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, en við því starfi tók Þorbjörn eftir Steinþór Sigurðsson. Það segir nokkuð um starfsmöguleika raun vísindamanna á þessum árum, að annar þessara manna var stjörnufræðingur, en hinn eðlisfræðingur. Þeir þurftu báðir fyrst og fremst að sinna hagnýtum verkefnum, svosem móvinnslu og þaravinnslu. Þorbjörn einskorðaði sig ekki við hrein vísindaleg verkefni innan eðlisfræðinnar, heldur sinnti hverju því verkefni sem hann hafði áhuga á og taldi sig geta lagt eitthvað af mörkum til. Hraunkælingin í Heimaeyjargosinu er e.t.v. skýrasta dæmið um afstöðu Þorbjörns til verkefnavals.

Þorbjörn hafði verið við nám og störf í Danmörku og unnið að rannsóknum í tilraunaeðlisfræði í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Hann vann við útreikninga á nýrri gerð hraðla í Kaupmannahöfn 19521953 á vegum Kjarneðlisfræði stofnunar Evrópu (CERN), en hópur frá þeirri stofnun vann þá í Kaupmannahöfn að fræðilegum viðfangsefnum og útreikningum. Þorbjörn hafði alla tíð náin tengsl við danska eðlisfræðinga og Eðlisfræðistofnun Kaupmannahafnarháskóla (Niels Bohr-stofnunina, eins og hún var nefnd eftir lát Niels Bohrs). Þessi tengsl hófust með námi hans í Kaupmannahöfn, þarsem hann var bekkjarbróðir Eriks Bohrs, sonar Niels Bohr. Á námsárunum fékk Þorbjörn styrk úr minningarsjóði um Christian Bohr, bróður Eriks. Við þetta sköpuðust sérstök persónuleg tengsl við Bohrfjölskylduna. Á seinni árum, þegar ferðum Þorbjörns til Kaupmannahafnar fór fækkandi, en mínum fór fjölgandi, var ég oft spurður: "Hvordan har Sigurgeirsson det?", nafnið borið fram á sérstakan danskan máta. Sérstaklega man ég eftir því að frú Margrethe Bohr, kona Niels Bohrs, spurði alltaf um "Sigurgeirsson" þegar ég hitti hana.

Á námsárunum og við störf í Kaupmannahöfn, þar sem Þorbjörn vann m.a. með J.C. Jacobsen, prófessor í tilraunaeðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla, sem síðar vareinn af stofnendum atómtilrauna stöðvarinnar í Risö, kynntist Þorbjörn flestum af eðlisfræðingum Dana, sem störfuðu í Kaupmannahöfn á fimmta áratugnum og síðar. Þegar Danir hófu undirbúning að því að koma á fót tilraunastöðinni í Risö, fóru þeir að leita að eðlisfræðingum til starfa þar. Einn þeirra, sem þeir leituðu til, var Þorbjörn. Á Genfar-fundinum í ágúst 1955 buðu nokkrir úr sendinefnd Dana Þorbirni út að borða. Tilgangurinn var að fá hann til starfa á hinni nýju rannsóknastöð en hann var ófáanlegur til þess. Hann vildi starfa áfram á Íslandi, þó að að staða til eðlisfræðistarfa væri auðvitað miklu verri þar en í Danmörku og reyndar nánast engin. Honumvar auðvitað ljóst, að hann gæti gert meira í eðlisfræði í Danmörku en á Íslandi, en aldrei var efi í hans huga um að helga Íslandi starfskrafta sína.

Eftir Genfar-fundinn komst mikill skriður á kjarnfræðamál um allanheim, og þeirra áhrifa gætti einnig hér á landi, eins og síðar verður vikið að. Á Norðurlöndum var fariðað ræða um samvinnu þeirra í milli á þessu sviði. Niðurstaðan varð að setja upp norræna stofnun í fræðilegum atómvísindum, Nordita, í Kaupmannahöfn og samstarfsnefnd um kjarnorkumál, NKA. Þorbjörn tók þátt í undirbúningi að stofnun Nordita og var skipaður fulltrúi Íslands í stjórnina frá upphafi 1967 og sat í henni til ársloka 1972, að hann óskaði eftir að ég tæki sæti hans.

Eftir Genfar-fundinn 1955 var Kjarnfræðinefnd Íslands stofnuð. Frumkvöðlar að stofnun hennar voru, auk Þorbjörns, verkfræðingarnir Gunnar Böðvarsson, Jakob Gíslason, raforkumálastjóri, og Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri. Undirritaður var ráðinnframkvæmdastjóri nefndarinnar. Þar kom fram náið samstarf og gagnkvæmur skilningur milli verkfræðinga og eðlisfræðinga, semáttu mikinn þátt í uppbyggingu rannsókna í eðlisfræði og jarðeðlisfræði hér á landi. Þorbjörn var sjálfsagður formaður nefndarinnar og gegndi hann því starfi þar til er nefndin var lögð niður 1964, en þá var meginmarkmiðunum náð. Eitt af því markverðasta var stofnun "rannsóknastofu til mælinga á geislavirkum efnum", en fyrsta hugmynd að henni varð til í Genf í ágúst 1955. Í kjölfar þess kom stofnun prófessorsembættis í eðlisfræði við verkfræðideild Háskólans. Þorbjörn var sjálfsagður í það embætti og var skipaður í það 1957. Rannsóknarstofan fékk fljótlega nafnið Eðlisfræðistofnun Háskólans. Þorbjörn tók af áhuga og dugnaði þátt í störfum nefndarinnar, vann m.a. að athugunum og út reikningunum í sambandi við framleiðslu á þungu vatni á Íslandi ásamt Gunnari Böðvarssyni og Guðmundi Pálmasyni.

Þegar Þorbjörn kom að verkfræðideildinni voru þar fyrir þrír prófessorar, Finnbogi Rútur Þorvaldsson, Leifur Ásgeirsson og Trausti Einarsson, sem verið höfðu máttarstólpar deildarinnar frástofnun hennar 1945. Þorbjörn hafði um tíu ára skeið verið stundakennari við deildina og hafði unnið með Trausta Einarssyni að berg segulmælingum. Ég bættist svo í þennan hóp 1960. Mér eru enn minnisstæðir deildafundirnir, en á þeim sátu prófessorarnir fimm og dósentarnir Sigurkarl Stefánsson, Guðmundur Arnlaugsson og Björn Bjarnason. Þar ríkti gagnkvæm virðing fyrir skoðunum annarra, málin voru rædd og skýrð, skoðanir mótaðar og sameiginleg niðurstaða fengin.

Þorbjörn var deildarforseti 1959-1961. Kom þá í hans hlutað vera formaður nefndar sem gerði, að ósk þáv. háskólarektors, próf. Ármanns Snævarr, tillögurum rannsóknastofnun í raunvísindum við Háskóla Íslands, sem síðar varð Raunvísindastofnun Háskólans. Nefndarstarfið gekk vel enda samstilltur hópur og tillögurnar voru tilbúnar vorið 1961. Þetta varð til þess, að háskólarektor gat lagt fram fullmótaðar tillögur um uppbyggingu rannsókna í raunvísindum við Háskóla Íslands, þegar Bandaríkin vildu gefa fé til að minnast 50 ára afmælis Háskólans. Sú gjöf varð stofnfé Raunvísindastofnunar Háskólans. Þorbjörn var formaður bygginganefndar og sýndi þar dugnað, þrautseigju og ósérhlífni, sem einkenndi öll hans störf. Raunvísindastofnunin tók til starfa 1966. Eðlilegt hefði verið að Þorbjörn yrði forstjóri stofnunarinnar, en það vildi hann ekki. Hann vildi helga sig rannsóknum í eðlisfræði og jarðeðlisfræði, og vissi að stjórn slíkrar stofnunar, sem spannaði mörg fræðasvið, yrði tímafrek og erilsöm. Ýmsir möguleikar voru ræddir en loks sagði Þorbjörn viðmig: "Magnús, þú verður að taka þetta að þér" og það varð úr. Í tíu ár vorum við Þorbjörn nánir samstarfsmenn á Raunvísindastofnun inni, hann sem forstöðumaður eðlisfræðistofu, en ég sem forstjóri og formaður stjórnar.

Þorbjörn hafði í raun og veru mestan áhuga á starfseminni á Eðlisfræðistofnun og síðar eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans, enda vann hann þar geysimikið starf. Engu að síður stundaði hann kennslu og rækti stjórnunarstörf henni samfara af sömu samvizkusemi, kostgæfni og ósérhlífni og hann sýndi í öllumsínum störfum. Aðstaðan til þeirra starfa í upphafi sjöunda áratugarins var vægast sagt léleg og teldist ekki boðleg nú. Við Þorbjörn höfðum t.d. eitt herbergi með einu skrifborði í íþróttahúsi Háskólans til sameiginlegra afnota. Oft hvarf ég frá þegar ég sá að Þorbjörn varþar fyrir og það sama hefur hann áreiðanlega oft gert. Aðstaðan hafði batnað að þessu leyti á síðarihluta áratugarins með tilkomu Raunvísindastofnunar, en skortur á aðstoð var sá sami. Þegar Þorbjörn varð deildarforseti í annað sinn 1969-1971 hafði deildin stækkað og verksvið hennar vaxið, sem komfram í nýju nafni hennar, verkfræði- og raunvísindadeild. Þá var hafinn undirbúningur að fullnað arnámi til lokaprófs, BS-prófs, í verkfræði. Einnig var í smíðum ný reglugerð, sem var mikið deiluefni. Fyrrverandi deildarforseti, Loftur Þorsteinsson, eftirmaður Finnboga Rúts Þorvaldssonar, hafði unnið mikið starf í þessum málum og vann áfram að þeim með Þorbirni. Deildarforsetastarfið hvíldi þungt á Þorbirni, enda vann hann öll þau mörgu verk, sem starfinu fylgdu, án aðstoðar deildarfulltrúa og annars starfsliðs, sem nú er talið sjálfsagt. Þorbjörn var þeirri stundu fegnastur, þegar hann losnaði úr deildarforsetastarfinu í september 1971 og gat helgað sig starfinu á eðlisfræðistofu.

Ég mun ætíð minnast Þorbjörns með virðingu og með þakklæti fyrirað hafa kynnst og unnið með svo mikilhæfum manni.

Móður Þorbjörns, Þórdísi og sonum þeirra og fjölskyldum votta ég og kona mín okkar dýpstu samúð.

Magnús Magnússon