MIDDLESBROUGH tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið hafði betur gegn Íslendingaliðinu West Ham, 2:0, í endurteknum leik sem háður var á Riverside-vellinum í Middlesbrough.

MIDDLESBROUGH tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið hafði betur gegn Íslendingaliðinu West Ham, 2:0, í endurteknum leik sem háður var á Riverside-vellinum í Middlesbrough. Heimamenn gerðu út um leikinn á fyrstu 20 mínútum leiksins. Stuart Downing skoraði fyrra markið á 5. mínútu með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu þar sem boltinn steinlá í markvinklinum innanverðum og stundarfjórðungi síðar bætti Tyrkinn Tuncay Sanli við öðru marki eftir mistök James Tomkins í vörn West Ham.

Middlesbrough hélt fengnum hlut eftir þetta og liðið mætir Everton í átta liða úrslitunum á Goodison Park sunnudaginn 8. mars en hvorki hefur gengið né rekið hjá Middlesbrough á leiktíðinni.

Lærisveinar Gianluca Vialli geta hins vegar snúið sér alfarið að úrvalsdeildinni en Íslendingaliðið hefur nú spilað fimm leiki í röð án sigurs.

*Í ensku 1. deildinni gerðu Cardiff og QPR markalaust jafntefli og þar með tapaði Cardiff stigum á heimavelli í fyrsta sinn í tvo mánuði. Heiðar Helguson lék allan tímann í framlínu QPR og hann fékk tvö mjög góð færi en brást bogalistin í bæði skiptin.

gummih@mbl.is