Baráttuhópur Neil Dickens, talsmaður baráttuhóps innlánseigenda á Guernsey, lýsti óánægju hópsins í samtali við sjónvarpsstöð eyjunar.
Baráttuhópur Neil Dickens, talsmaður baráttuhóps innlánseigenda á Guernsey, lýsti óánægju hópsins í samtali við sjónvarpsstöð eyjunar.
YFIR tuttugu innlánseigendur hjá dótturfélagi Landsbankans á Ermarsundseyjunni Guernsey kröfðust þess í gær að stjórnvöld á eyjunni beittu sér fyrir því að þeir fengju inneignir sínar greiddar.

YFIR tuttugu innlánseigendur hjá dótturfélagi Landsbankans á Ermarsundseyjunni Guernsey kröfðust þess í gær að stjórnvöld á eyjunni beittu sér fyrir því að þeir fengju inneignir sínar greiddar. Hafa þeir einnig skrifað bænaskjal til bresku drottingarinnar vegna þessa.

Til þessa hafa innlánseigendurnir að jafnaði fengið um þriðjung af inneignum sínum, samkvæmt fréttavef sjónvarpsstöðvarinnar. Channel television. Krefjast þeir þess að stjórnvöld greiði það sem upp á vantar.

Landsbankinn á Guernsey var keyptur í ágúst 2006 og bauð ýmsa sparnaðarmöguleika. gretar@mbl.is