Sigríður Á Andersen
Sigríður Á Andersen
SIGRÍÐUR Á. Andersen, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur birt á heimasíðu sinni www.sigridurandersen.is yfirlit yfir eignir og skuldir heimilis síns, en hún er gift Glúmi Jóni Björnssyni efnafræðingi.

SIGRÍÐUR Á. Andersen, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur birt á heimasíðu sinni www.sigridurandersen.is yfirlit yfir eignir og skuldir heimilis síns, en hún er gift Glúmi Jóni Björnssyni efnafræðingi. „Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar og vegna mikillar umræðu um fjárhagsleg tengsl og hagsmuni kjörinna fulltrúa þykir mér sjálfsagt að upplýsa kjósendur í Reykjavík um stöðu mína að þessu leyti um leið og ég óska eftir umboði þeirra til starfa á Alþingi,“ skrifar Sigríður í yfirlýsingu um ákvörðun sína.

Hún kveðst virða rétt þeirra frambjóðenda sem gera þetta ekki.