HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá máli manns sem kærði gæsluvarðhaldsúrskurð. Í dóminum segir að bókað hafi verið á dómþingi héraðsdóms að maðurinn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, en ekki hefði verið bókað í hvaða skyni kært væri.

HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá máli manns sem kærði gæsluvarðhaldsúrskurð. Í dóminum segir að bókað hafi verið á dómþingi héraðsdóms að maðurinn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, en ekki hefði verið bókað í hvaða skyni kært væri. Var því ekki komist hjá því að vísa málinu frá. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi til klukkan 16 á morgun.

Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að maðurinn hefur átt aðild að ólöglegum innheimtum – handrukkunum – og frelsissviptingum. Segir að maðurinn hafi haft ávinning af handrukkun. andri@mbl.is