Fjölmiðlar lögðu mikið á sig í síðasta mánuði til að grafa upp nöfn forstjóra og framkvæmdastjóra sem afsöluðu sér hlutdeild í húseign sinni á síðasta ári. Um það leyti var íslenska hagkerfið að fara á hliðina vegna bankahrunsins.

Fjölmiðlar lögðu mikið á sig í síðasta mánuði til að grafa upp nöfn forstjóra og framkvæmdastjóra sem afsöluðu sér hlutdeild í húseign sinni á síðasta ári.

Um það leyti var íslenska hagkerfið að fara á hliðina vegna bankahrunsins. Tóku þá margir, sem áttu líklega mikið undir í fjármálaheiminum, til þess ráðs að skrá húseignir á maka. Ef allt færi á versta veg væru þannig minni líkur á að missa athvarf fjölskyldunnar í skuldafen.

Það vakti athygli þegar Sjónvarpið sagði frá því að margir háttsettir starfsmenn Kaupþings banka hefðu skráð húsin sín á maka. Voru sjö einstaklingar nafngreindir í þeirri frétt.

Fréttablaðið sagði frá því 30. janúar sl. að forstjórar Existu hefðu gert það sama. Einnig forstjóri MP banka.

Einnig kom fram í Fréttablaðinu að fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Baugs, Stefán H. Hilmarsson, hefði leikið sama leikinn. Eitt var þó frábrugðið í hans tilviki.

Í stað þess að flytja einkahlutafélagið Vegvísi, sem er skráð fyrir húsi Stefáns við Laufásveg, á maka samkvæmt þjóðskrá varð náinn ættingi fyrir valinu.

Mamma Stefáns er nefnilega núna traustur eigandi Vegvísis og þar með húseignarinnar við Laufásveg.