Erfitt Ekki fylgir sögunni hvort tónleikarnir hafi reynt mikið á Harry Wayne en hér fær hann hjálp við að syngja.
Erfitt Ekki fylgir sögunni hvort tónleikarnir hafi reynt mikið á Harry Wayne en hér fær hann hjálp við að syngja.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
LÍTIL hefð hefur verið fyrir því hér á landi að fá erlendar stórstjörnur til að vera við íslenskar verðlaunahátíðir og koma fram.
LÍTIL hefð hefur verið fyrir því hér á landi að fá erlendar stórstjörnur til að vera við íslenskar verðlaunahátíðir og koma fram. Slíkt tíðkast hins vegar víða annars staðar í heiminum og á dögunum þegar tónlistarverðlaunin í Chile voru afhent mættu nokkrar slíkar stjörnur og tróðu upp. Valið á erlendu stjörnunum fór hins vegar fyrir ofan garð og neðan hjá áhorfendum verðlaunanna enda þóttu sveitir á borð við Simply Red og KC and the Sunshine Band komnar af sínu besta skeiði, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Skipuleggjendur hátíðarinnar báru það fyrir sig að það hafi ekki þótt réttlætanlegt í núverandi efnahagsástandi að eyða himinháum upphæðum í heitustu stjörnur samtímans heldur auka hlut innlendra tónlistarmanna innan um þá alþjóðlegu sem hefðu jú einhvern tímann skinið bjart á stjörnuhimninum. Auk áðurnefndra sveita komu Marc Anthony og Carlos Santana fram á hátíðinni sem stendur yfir í heila sex daga í strandbænum Vina del Mar um 120 km norðvestur af höfuðborginni Santiago.