Villa Fyrir mistök birtist tilkynning Seðlabankans með undirskrift Ingimundar Friðrikssonar.
Villa Fyrir mistök birtist tilkynning Seðlabankans með undirskrift Ingimundar Friðrikssonar. — Morgunblaðið/Ómar
Í VIKUNNI þurfti að gefa á nýjan leik út tilkynningu Seðlabanka Íslands nr. 2/2009 um vexti og dráttarvexti af peningakröfum.

Í VIKUNNI þurfti að gefa á nýjan leik út tilkynningu Seðlabanka Íslands nr. 2/2009 um vexti og dráttarvexti af peningakröfum. Þegar tilkynningin birtist í Lögbirtingablaðinu á mánudag virtist sem hún hefði verið undirrituð af Eiríki Guðnasyni seðlabankastjóra og Ingimundi Friðrikssyni, en Ingimundur sagði af sér sem seðlabankastjóri fyrir nokkru.

Þegar mistökin urðu ljós var tilkynningin gefin út á nýjan leik á þriðjudag og var þá undirrituð af seðlabankastjórunum Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni.

Í samtali við Morgunblaðið segir Ingimundur að villan hafi væntanlega orðið í fjölritun tilkynningar bankans. „Ég skrifaði alltént ekki undir hana,“ segir hann.

Lögmenn, sem Morgunblaðið ræddi við, segja að vegna villunnar verði gildistaka tilkynningarinnar miðuð við þriðjudag en ekki mánudag. bjarni@mbl.is