BEN Bernanke, bankastjóri bandaríska seðlabankans, sló á áhyggjur fjárfesta af því að líkur væru á víðtækri þjóðnýtingu banka. Þetta sagði hann á fundi þingnefndar í fyrradag.

BEN Bernanke, bankastjóri bandaríska seðlabankans, sló á áhyggjur fjárfesta af því að líkur væru á víðtækri þjóðnýtingu banka. Þetta sagði hann á fundi þingnefndar í fyrradag. Áhrifin komu fram á hlutabréfamörkuðum strax í fyrradag í Bandaríkjunum og á mörkuðum í Asíu og Evrópu í gær en hlutabréf hækkuðu almennt í verði. Var því almennt haldið fram í erlendum vefmiðlum að ástæðan væri einmitt ræða Bernanke.

Reuters-fréttastofan segir að hugsanleg þjóðnýting banka hafi sett mark sitt á hlutabréfamarkaði að undanförnu. gretar@mbl.is