BRESKA leikkonan Keira Knightley hrífst sérstaklega mikið af mönnum sem ganga um í flottum skóm.

BRESKA leikkonan Keira Knightley hrífst sérstaklega mikið af mönnum sem ganga um í flottum skóm. Knightley, sem hefur átt í ástarsambandi við leikarann Rupert Friend í þrjú ár, segir að hún myndi aldrei geta verið með manni sem hefði ekki góðan smekk á skóm.

„Ég hrífst af mönnum sem hægt er að eiga góð samtöl við og góð rifrildi, mönnum sem vekja hjá manni spurningar og koma manni til að hlæja. Svo verða þeir að klæðast flottum skóm,“ sagði hin 23 ára gamla leikkona í nýlegu viðtali. Sjálf mun Knightley hafa gríðarlegan áhuga á skóm, og hún kaupir sér mikið af þeim.