Stevie Wonder
Stevie Wonder
BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Stevie Wonder verður heiðraður fyrir framlag sitt til tónlistarinnar í Hvíta húsinu síðar á þessu ári. Það verður forsetinn sjálfur, Barack Obama, sem mun veita Wonder Gershwin-verðlaunin við hátíðlega athöfn.

BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Stevie Wonder verður heiðraður fyrir framlag sitt til tónlistarinnar í Hvíta húsinu síðar á þessu ári. Það verður forsetinn sjálfur, Barack Obama, sem mun veita Wonder Gershwin-verðlaunin við hátíðlega athöfn. Wonder verður þar með annar tónlistarmaðurinn til að hljóta verðlaunin, en Paul Simon hlaut þau fyrstur árið 2007.

Plötur Stevie Wonders hafa selst í rúmlega 70 milljónum eintaka allt frá því hann komst fyrst á plötusamning, aðeins 11 ára gamall. Árið 1996 var hann heiðraður sérstaklega á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir framlag sitt til tónlistarinnar og var tekinn inn í frægðarhöll rokksins tveimur árum síðar.

Árið 2005 gaf hann út sína fyrstu plötu í tíu ár, en hún heitir A Time to Love.