Dótturfyrirtæki Straums-Burðaráss í Finnlandi, eQ, hefur selt fyrirtækið Xenetic Ltd til fyrirtækisins Elisa Oj Corporation þar í landi fyrir 8 milljónir evra, jafnvirði um 1.150 milljónir íslenskra króna.

Dótturfyrirtæki Straums-Burðaráss í Finnlandi, eQ, hefur selt fyrirtækið Xenetic Ltd til fyrirtækisins Elisa Oj Corporation þar í landi fyrir 8 milljónir evra, jafnvirði um 1.150 milljónir íslenskra króna.

Xenetic Ltd er þjónustufyrirtæki sem eQ stofnaði. Það rekur tvær gagnamiðstöðvar í Helsinki. Ársveltan árið 2008 var 5,6 milljónir evra. Segir í tilkynningu að salan muni ekki hafa áhrif á starfsemi eQ í Finnlandi enda rekstur Xenetic óháður rekstri eQ. gretar@mbl.is