VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ bar í gær til baka ummæli sem höfð voru eftir Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra á vef Financial Times í gær um að ríkisstjórn Íslands hefði hætt við að höfða mál gegn bresku ríkisstjórninni fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna...

VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ bar í gær til baka ummæli sem höfð voru eftir Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra á vef Financial Times í gær um að ríkisstjórn Íslands hefði hætt við að höfða mál gegn bresku ríkisstjórninni fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn íslenskum bönkum í október.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu sagði að engin breyting hefði orðið á fyrirhuguðum stuðningi ríkisstjórnarinnar við hugsanlega málshöfðun skilanefnda Kaupþings og Landsbankans á hendur breska ríkinu. Fyrri ríkisstjórn hefði ákveðið, að fengnu sérfræðiáliti um að engar líkur væru á að íslenska ríkinu yrðu dæmdar bætur, að höfða ekki mál gegn Bretum fyrir breskum dómstólum. Verið væri að kanna aðra möguleika til málshöfðunar, m.a. fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.