VERÐBÓLGAN er á niðurleið. Samkvæmt nýjustu mælingu Hagstofunnar er tólf mánaða verðbólga nú 17,6% en var 18,6% fyrir mánuði. Verðbólgan síðastliðna þrjá mánuði færð yfir á heilt ár er 10,9%. Á síðustu þremur mánuðum síðasta árs var ársverðbólgan 16,8%.

VERÐBÓLGAN er á niðurleið. Samkvæmt nýjustu mælingu Hagstofunnar er tólf mánaða verðbólga nú 17,6% en var 18,6% fyrir mánuði. Verðbólgan síðastliðna þrjá mánuði færð yfir á heilt ár er 10,9%. Á síðustu þremur mánuðum síðasta árs var ársverðbólgan 16,8%.

Spár gera almennt ráð fyrir því að hratt muni draga úr verðbólgunni á þessu ári, samanber til að mynda spá Seðlabankans í ársfjórðungsritinu Peningamál frá janúar síðastliðnum um að verðbólgan verði komin í 2,5% í byrjun næsta árs.

Að öllu óbreyttu er næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans hinn 19. mars næstkomandi. Ef eingöngu er litið til verðbólgunnar má vænta þess að stýrivextirnir verði óbreyttir, þ.e. ef miðað er við verðbólguna tólf mánuði aftur í tímann. Ef hins vegar er miðað við verðbólguna síðastliðna þrjá mánuði má jafnvel gera ráð fyrir því að stýrivextirnir geti orðið 11-12%. Ef miðað verður hins vegar við líklegar verðbólguvæntingar á komandi mánuðum gætu vextirnir hugsanlega orðið enn lægri. Hafa verður í huga að fleira kemur til, s.s. gengisstöðugleiki og vöruskipti. gretar@mbl.is