OPNAÐUR hefur verið leiguvefur á mbl.is. Þar er að finna íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem boðið er til leigu. Notendur geta með auðveldum hætti valið að hverju skal leita með því að smella á viðkomandi flipa fyrir ofan leitarvélina.

OPNAÐUR hefur verið leiguvefur á mbl.is. Þar er að finna íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem boðið er til leigu. Notendur geta með auðveldum hætti valið að hverju skal leita með því að smella á viðkomandi flipa fyrir ofan leitarvélina. Á vefnum er einnig að finna yfirlit yfir vinsælustu leitirnar og gagnlega tengla. Þá eru notendur hvattir til að senda inn athugasemdir og ábendingar tengdar vefnum.

Notendur geta skráð eignir frítt til 20. mars nk. Til að geta sett inn eignir þarf viðkomandi að vera skráður notandi. Slík skráning tekur örskamma stund. Þeir sem þegar eru skráðir notendur hjá mbl.is geta notað núverandi auðkenni til að skrá sig inn.

Hægt er að skoða vefinn með því að smella á tengilinn Leiguhúsnæði efst í vinstra dálki á forsíðu mbl.is. Þá má einnig smella á hnapp sem er undir hausnum Nýtt á mbl.is eða slá inn slóðina mbl.is/leiga.