Steindór Andersen
Steindór Andersen
ÍSLENSKA vitafélagið stendur fyrir opnu fyrirlestrakvöldi í Sjóminjasafninu Víkinni, Grandagarði 8, kl. 20 í kvöld.
ÍSLENSKA vitafélagið stendur fyrir opnu fyrirlestrakvöldi í Sjóminjasafninu Víkinni, Grandagarði 8, kl. 20 í kvöld. Dagskrá kvöldsins er á þessa leið: Ágúst Georgsson, fagstjóri þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands, fjallar um fiskveiðar og þróun þeirra í aldanna rás. Hann nefnir fyrirlesturinn: ,,Fiskurinn hefur fögur hljóð. Fiskveiðar, bátar og veiðarfæri frá öndverðu til loka 19. aldar.“ Eftir kaffihlé ætlar Steindór Andersen að kveða rímur. Steindór mun kveða formannavísur af Ströndum eftir Þórð Þórðarson Grunnvíking. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.