VIÐ stöndum frammi fyrir verkefnum af áður óþekktri stærðargráðu og þurfum að taka ákvarðanir í samræmi við það. Ákvarðanir sem eru erfiðar og ekki líklegar til vinsælda. Nú reynir á að ráðamenn víki sér ekki undan því að taka slíkar ákvarðanir.

VIÐ stöndum frammi fyrir verkefnum af áður óþekktri stærðargráðu og þurfum að taka ákvarðanir í samræmi við það. Ákvarðanir sem eru erfiðar og ekki líklegar til vinsælda. Nú reynir á að ráðamenn víki sér ekki undan því að taka slíkar ákvarðanir.

Mörg heimili í landinu þurfa að forgangsraða, skera niður og hagræða til að ná endum saman. Líklegt er að heimilisfólk horfi til þess hvað er nauðsynlegt, hverju má vera minna af og hverju þarf hreinlega að sleppa.

Ríkisvaldið þarf að gera slíkt hið sama og má taka sér til fyrirmyndar hagsýnt heimilisfólk. Okkur gefst einstakt tækifæri til að endurmeta og forgangsraða hvernig við viljum ráðstafa okkar skattpeningum. Í stað þess að fara í flatan niðurskurð innan allra málaflokka er nauðsynlegt að skoða hvað við viljum standa vörð um og skattgreiðendur beri kostnað af. Skynsamlegur niðurskurður á grundvelli forgangsröðunar er leiðin til hagkvæmari ríkisrekstrar til hagsbóta fyrir samfélagið.

Samhliða þessu er ákjósanlegt að grípa til ýmiss konar umbóta í stjórnsýslunni. Með samþættingu svipaðra verkefna og endurskoðun á nauðsyn annarra er hægt að hagræða, einfalda og auka hagkvæmni til mikilla muna.

Nú er nauðsynlegt að stunda nýsköpun í ríkisrekstri.

Hildur H. Dungal er lögfræðingur.