SVO virðist sem kreppan hafi dregið fram mjúku hliðina á fólki, a.m.k. miðað við hvaða plata trónir á toppi Tónlistans þessa vikuna. Safnplatan 100 íslenskar ballöður hefur selst platna mest á landinu undanfarna daga.
SVO virðist sem kreppan hafi dregið fram mjúku hliðina á fólki, a.m.k. miðað við hvaða plata trónir á toppi Tónlistans þessa vikuna. Safnplatan
100 íslenskar ballöður
hefur selst platna mest á landinu undanfarna daga. Ástarbrími vorsins virðist vera farinn að leggjast á fólk og sækir það þá frekar í vangadans og vemmilegheit.
Toppplata síðustu viku með lögunum sem tóku þátt í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins situr nú í öðru sæti og mun án efa falla neðar og neðar eftir því sem lengra líður frá keppninni.
Rödd ársins, Emilíana Torrini, virðist bara gera sér þriðja sætið að góðu með
Me and Armini
en hún sat þar líka í seinustu viku. Í fjórða og fimmta sætinu sitja líka sömu plötur aðra vikuna í röð, upptökur frá minningatónleikum Vilhjálms Vilhjálmssonar og
Gilligill
með Braga og Memfismafíunni.
Leikritið
Kardimommubærinn
var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi og hefur plata með tónlist úr verkinu aldeilis tekið kipp því hún er komin aftur inn á lista og stekkur beint í sjötta sæti. Páll Óskar færir sig líka upp um nokkur sæti með
Silfursafnið
. Engin ný plata er á lista en margar gamlar og góðar sem viku niður í jólaplötuflóðinu eru nú að skríða upp aftur.
Evróvisjón-lögin raða sér á listann
EINS og allar spár gerðu ráð fyrir hefur framlag Íslands til Evróvisjón-söngkeppninnar í ár, „Is It True“, náð toppsætinu. Einhverjir ætluðu að ganga af hjörunum þegar síðasti Lagalisti var birtur en þá var lag Elektru-hópsins ofar á lista en lag Jóhönnu Guðrúnar. Eðlilegar ástæður lágu þar að baki því listinn gaf mynd af spilun á útvarpsstöðvum í vikunni fyrir úrslitaþáttinn og því í sjálfu sér ekki óeðlilegt að Elektra nyti nokkurra vinsælda. Nýjasta lag Egó (eða ætti maður að segja Bubba) situr í öðru sætinu á Lagalistanum þessa vikuna. „Í hjarta mér“ heitir það og kemur glænýtt inn á listann. Ingó
annað sæti
og félagar hans í Veðurguðunum sitja svo í þriðja sætinu með lagið „Vininn“ en Ingó situr einnig í 11. sæti með lagið „Undir regnbogann“ sem Hallgrímur Óskarsson sendi inn í Söngvakeppnina. Annars má benda á það að öll helstu framlögin til Söngvakeppninnar í ár dreifa sér um listann en eins og sjá má á Tónlistanum hér til hliðar er platan með lögunum úr keppninni í öðru sæti. Evróvisjón-æðið mun að öllum líkindum ágerast allt þar til það nær hámarki daginn fyrir forkeppnina í Rússlandi í maí. Eftir það getur þjóðin tekið upp fyrri iðju og tileinkað sér eðlilegan tónlistarsmekk aftur.