26. febrúar 1930 Stóra bomban, grein eftir Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, birtist í Tímanum. Þar var greint frá ásökunum yfirlæknisins á Kleppi um slæma geðheilsu ráðherrans. Miklar deilur fylgdu í kjölfarið. 26.
26. febrúar 1930
Stóra bomban, grein eftir Jónas Jónsson dómsmálaráðherra, birtist í Tímanum. Þar var greint frá ásökunum yfirlæknisins á Kleppi um slæma geðheilsu ráðherrans. Miklar deilur fylgdu í kjölfarið.
26. febrúar 1975
Tilkynnt var að Kristján Sveinsson augnlæknir hefði verið kjörinn heiðursborgari Reykjavíkur. Hann var þá 75 ára, hafði verið starfandi læknir í 43 ár og tók enn á móti sjúklingum á lækningastofu sinni við Skólabrú.
26. febrúar 1989
Landsliðið í handknattleik sigraði í B-heimsmeistarakeppninni í París. Á mótinu skoraði Kristján Arason sitt þúsundasta mark í landsleik.
26. febrúar 1994
Magnús Scheving sigraði með yfirburðum á Evrópumeistaramóti í þolfimi.
26. febrúar 2000
Átjánda Heklugosið á sögulegum tíma hófst kl. 18.18. Því hafði verið spáð með hálftíma fyrirvara. Það stóð til 8. mars.Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.