[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ólafur Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Evrópumeistara Ciudad Real þegar liðið sigraði Arrate , 30:26, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld.
Ó lafur Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Evrópumeistara Ciudad Real þegar liðið sigraði Arrate , 30:26, í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Ólafur skoraði fjögur af mörkunum sjö úr vítaköstum en Rutenka var markahæstur í liði Ciudad Real með 9 mörk. Ciudad Real og Barcelona eru efst og jöfn á toppnum með 32 stig. Barcelona hafði betur gegn Aragon , 34:32, þar sem Ungverjinn Lazslo Nagy var markahæstur í liði Börsunga með 6 mörk

D iego Armando Maradona , landsliðsþjálfari Argentínu í knattspyrnu, gæti átt eins árs fangelsisdóm yfir höfði sér, fyrir að slasa tvo vegfarendur á bíl sínum og hverfa af vettvangi að því er fjölmiðlar greindu frá í gær.

Samkvæmt fréttinni hefur Maradona verið kvaddur í dómssal fyrir að slasa tvo vegfarendur fyrir þremur árum í Buenos Aires er hann missti stjórn á bifreið sinni og keyrði á símaklefa, með þeim afleiðingum að glerið í símaklefanum skar tvo vegfarendur illa, en atvikið átti sér stað undir morgun. Að sögn vitna flúði Maradona af hólmi, en Maradona hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki ekið bílnum.

Raúl markaskorarinn mikli í liði Spánarmeistara Real Madrid reiknar með að enda ferilinn hjá Madrídarliðinu árið 2011 og draumur hans er að spila eitt ár í Bandaríkjunum áður en hann leggur skóna endanlega á hilluna. Raúl, sem er 32 ára, hóf ferilinn hjá Real Madrid árið 1994. Hann er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi en á dögunum náði hann markametinu af Alfredo Di Stefano . Raúl hefur skorað 311 mörk, þar af 218 í spænsku 1. deildinni.

Magnús Lárusson úr Kili, Mosfellsbæ, og Stefán Már Stefánsson úr GR komust ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi á Hi5 mótaröðinni í golfi á Spáni í gær. Magnús lék á 76 höggum og var samtals á 7 höggum yfir pari (75+76) en Stefán lék á 75 höggum í gær eða þremur höggum yfir pari líkt og á fyrsta keppnisdegi mótsins. Þeir fá ekki tækifæri til þess að leika á lokahringnum sem fram fer í dag. Peter M. Hansen frá Danmörku er í sérflokki á mótinu en hann er samtals á 10 höggum undir pari vallar.

Í gær tilkynnti Newcastle að félagið ætlaði að lækka ársmiða á leiki félagins og verður verðið það sama og það var fyrir leiktíðina 2007-2008. Meðalverð á ársmiða hjá Newcastle verður tæplega 81.000 ísl. kr. og er það um 9.000 kr. lækkun.