Á lífi Hljómsveitin Faith No More.
Á lífi Hljómsveitin Faith No More.
SUMIR halda því fram að hljómsveitir hætti aldrei, heldur verði bara óstarfhæfar um tíma eða leggist í dvala. Faith No More er nýjasta dæmið, því hún hefur ákveðið að taka upp þráðinn að nýju eftir að flestir höfðu talið sveitina af.

SUMIR halda því fram að hljómsveitir hætti aldrei, heldur verði bara óstarfhæfar um tíma eða leggist í dvala. Faith No More er nýjasta dæmið, því hún hefur ákveðið að taka upp þráðinn að nýju eftir að flestir höfðu talið sveitina af.

Mike Patton og félagar eru þegar byrjaðir að skipuleggja tónleikaferð um Evrópu á þessu ári þar sem lögð verður áhersla á tónleikahátíðir. Það verður því að teljast frekar líklegt að sveitin spili á Hróarskelduhátíðinni í sumar.

Faith No More lagði upp laupana fyrir um tíu árum þar sem liðsmenn vildu einbeita sér að öðrum verkefnum. Talið er að allir liðsmenn sveitarinnar komi saman fyrir utan gítarleikarann Jim Martin, sem hætti í sveitinni fimm árum áður en þeir hættu störfum.