BANDARÍSKA samgönguöryggisráðið (NTSB) hefur gefið út skýrslu um flugslys N60845 þegar flugvél fórst um 120 sjómílur suðaustur af Vík í Mýrdal 21. febrúar í fyrra. Rannsóknarnefnd flugslysa hérlendis skipaði trúnaðarfulltrúa við rannsóknina sem stýrt var af NTSB. Talið er að flugvélin, sem var af gerðinni Piper PA-28-161, hafi farist yfir opnum sjó um 120 mílur suðaustur af Vík í Mýrdal er vélin flaug inn í ísingu. Talið er að flugmaðurinn hafi látist.
Flugmaður Piper-flugvélarinnar beið í þrjá daga í Reykjavík. Daginn sem slysið átti sér stað tók flugmaðurinn ákvörðun um að fljúga til Wick í Skotlandi. Að því er hermt er lenti flugmaðurinn í ísingu og hreyfill missti afl.