FEÐGARNIR Steinar Berg Björnsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson hafa stofnað félagið MH 63 ehf. Í tilkynningu til Hlutafélagaskrár segir að tilgangur félagsins sé ráðgjafaþjónusta á sviði viðskipta og atvinnulífs, fjárfesting í atvinnulífi, fjárfesting í atvinnufyrirtækjum, hlutabréfum og öðrum verðbréfum á Íslandi og erlendis. Þá muni félagið stunda lánastarfsemi og tengdan rekstur.
Steinar er formaður stjórnar félagsins, en meðstjórnendur eru Skarphéðinn og Þórður Bogason. Skarphéðinn er framkvæmdastjóri hins nýja félags.
Skarphéðinn var áður forstjóri hjá Landic Property, en hætti þar í nóvember í fyrra. Þá var hann einnig í stjórn Glitnis og stjórnarformaður FL Group auk þess sem hann starfaði um tíma fyrir Baug Group. bjarni@mbl.is