Bankastjóri bandaríska seðlabankans, Ben Bernanke, sagði á fundi hjá bankanefnd öldungadeildar þingsins í fyrradag að bankinn notaði öll þau tæki sem hann hefði yfir að ráða til að freista þess að örva fjármálakerfið og bæta aðstæður á...
Bankastjóri bandaríska seðlabankans, Ben Bernanke, sagði á fundi hjá bankanefnd öldungadeildar þingsins í fyrradag að bankinn notaði öll þau tæki sem hann hefði yfir að ráða til að freista þess að örva fjármálakerfið og bæta aðstæður á fjármálamarkaðinum. Sagði hann að aukin umsvif á fjármálamarkaði, auknar lánveitingar bankanna, væru algjör forsenda þess að það myndi takast að snúa þróuninni í efnahagslífinu til betri vegar. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé grundvallaratriði svo það gangi eftir að samdrátturinn í efnahagslífinu endi á þessu ári og árið 2010 verði árið sem batinn hefst að nýju,“ sagði Bernanke.