Páll Benediktsson
Páll Benediktsson
Hópur smærri fjármálafyrirtækja hefur sent skilanefnd Landsbankans bréf þar sem óskað er formlega eftir að hún falli frá greiðslustöðvun BG Holding í Bretlandi. BG Holding er ein dýrmætasta eign Baugs Group.

Hópur smærri fjármálafyrirtækja hefur sent skilanefnd Landsbankans bréf þar sem óskað er formlega eftir að hún falli frá greiðslustöðvun BG Holding í Bretlandi. BG Holding er ein dýrmætasta eign Baugs Group. Smærri fjármálafyrirtækin, sem eru meðal annarra Byr, Sparisjóðabankinn og VBS fjárfestingarbanki, eiga óveðtryggar kröfur upp á um 30 milljarða króna á hendur Baugi.

Að sögn Páls Benediktssonar, upplýsingafulltrúa skilanefndarinnar, hefur hún ekki í hyggju að verða við beiðninni. „Skilanefndin telur að hún hafi verið að grípa til viðeigandi ráðstafana fyrir hönd kröfuhafa og að verið sé að tryggja hag þeirra með þessu. Það stendur ekki til að breyta því.“

thordur@mbl.is