Barátta KR-ingarnir Sigrún Ámundadóttir og Hildur Sigurðardóttir fá stórt verkefni gegn Val í úrslitakeppninni.
Barátta KR-ingarnir Sigrún Ámundadóttir og Hildur Sigurðardóttir fá stórt verkefni gegn Val í úrslitakeppninni. — Morgunblaðið/hag
FJÓRIR leikir fóru fram í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í gær, Iceland Express-deildinni.

FJÓRIR leikir fóru fram í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í gær, Iceland Express-deildinni. KR tryggði sér þriðja sætið í A-riðli með öruggum sigri gegn Hamri úr Hveragerði, 62:48, en það var eini leikurinn þar sem eitthvað mikið var í húfi fyrir liðin. Deildarmeistaralið Hauka tapaði gegn Keflavík á útivelli 71:50 en Valur gæti hæglega látið að sér kveða í úrslitakeppninni.

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson

seth@mbl.is

Alls eru átta lið í Iceland Express-deild kvenna og á undanförnum vikum hafa liðin leikið í A- og B-riðli eftir að hafa leikið fyrstu 14 umferðirnar í einni deild. Haukar, Keflavík, KR og Hamar léku í A-riðli og voru þau örugg í úrslitakeppnina. Valur, Grindavík, Snæfell og Fjölnir léku í B-riðli og tvö efstu sætin í þeim riðli tryggðu sæti í úrslitakeppninni. Baráttan um sjötta sætið var á milli Grindavíkur og Snæfells og þar hafði Grindavík betur. Lið Fjölnis lauk keppni á Íslandsmótinu með 19 tapleiki á bakinu og einn sigur.

Snæfell var lengi vel í baráttu um 6. sætið en gaf eftir á lokasprettinum en liðið átti ekki í vandræðum með Fjölni í gær, lokatölur 75:47.

Valur mætir KR í úrslitakeppninni. Grindavík og Hamar eigast við í hinni viðureigninni. Haukar fá sigurliðið úr viðureign Hamars og Grindavíkur. Keflavík fær annaðhvort KR eða Val.

Melissa hefur breytt Valsliðinu

Valsliðið fékk á dögunum til sín bandarískan leikmann, Melissu Mitidiero, og virðist hún falla vel inn í leik liðsins. Melissa skoraði 29 stig gegn Grindavík í gær í 79:59-sigri liðsins á útivelli en þetta er aðeins annar leikur hennar á tímabilinu. Signý Hermannsdóttir átti einnig afbragðsleik í liði Vals með 28 stig og 17 fráköst og er ljóst að Valur getur látið að sér kveða í fyrstu umferð úrslitakeppninnar gegn KR.

Deildarmeistaralið Hauka hefur ekki náð sér á strik í síðustu tveimur leikjum. Liðið tapaði um sl. helgi gegn Hamri á heimavelli og sóknarleikur liðsins virðist ekki vera upp á marga fiska eftir 71:50 tap gegn Keflavík í gær. Skotnýting Hauka var vægast sagt ömurleg en liðið var með 27% nýtingu í tveggja stiga skotunum og aðeins 2 af alls 10 þriggja stiga skotum liðsins fóru í gegnum körfuhringinn. Að auki tapaði liðið boltanum alls 30 sinnum í leiknum og það gæti

KR – Hamar 62:48

DHL-höllin, úrvalsdeild kv., Iceland Express-deildin, miðvikudaginn 25. feb. 2009.

Gangur leiksins : 10:13, 20:22, 36:28, 62:48.

Stig KR : Margrét Kara Sturludóttir 13, Sigrún Ámundadóttir 12, Helga Einarsdóttir 10, Guðrún Þorsteinsdóttir 8, Hildur Sigurðardóttir 8, Gréta Guðbrandsdóttir 6, Heiðrún Kristmundsdóttir 2, Guðrún Ámundadóttir 2.

Fráköst : 29 í vörn – 22 í sókn.

Stig Hamars : La Kiste Barkus 15, Julia Demerier 10, Fanney Guðmundsdóttir 6, Jóhanna Sveinsdóttir 5, Íris Ásgeirsdóttir 5, Sóley Guðgeirsdóttir 3, Dúfa Ásbjörnsdóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 1.

Fráköst : 31 í vörn – 10 í sókn.

Villur: KR 20 – Hamars 16.

Dómarar : Einar Þór Skarphéðinsson og

Davíð Hreiðarsson.

Keflavík – Haukar 71:50

Keflavík, úrvalsdeild kv., Iceland Express-deildin, miðvikudaginn 25. feb. 2009.

Gangur leiksins : 16:10, 41:26, 54:41, 71:50.

Stig Keflavíkur : Birna Valgarðsdóttir 18, Pálína Gunnlaugsdóttir 13, Bryndís Guðmundsdóttir 10, Hrönn Þorgrímsdóttir 10, Halldóra Andrésdóttir 8, Rannveig Randversdóttir 4, Svava Ósk Stefánsdóttir 3, Marín Karlsdóttir 2, Bára Bragadóttir 2, Lóa Dís Másdóttir 1.

Fráköst : 28 í vörn – 10 í sókn.

Stig Hauka : Monika Knight 11, Helena Brynja Hólm 10, Guðbjörg Sverrisdóttir 9, María Sigurðardóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Telma Fjalarsdóttir 4, Bryndís Hreinsdóttir 2, Sara Pálmadóttir 1, Heiðrún Hauksdóttir 1.

Fráköst : 36 í vörn – 15 í sókn.

Villur: Keflavík 15 – Haukar 18.

Dómarar : Björgvin Rúnarsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.

Fjölnir – Snæfell 47:75

Grafarvogur, úrvalsdeild kv., Iceland Express-deildin, miðvikudaginn 25. feb. 2009.

Gangur leiksins : 15:23, 26:49, 37:60, 47:75.

Stig Fjölnis : Hrund Jóhannsdóttir 16, Bergdís Ragnarsdóttir 12, Efemía Sigurbjörnsdóttir 9, Birna Eiríksdóttir 8, Eva Emilsdóttir 2.

Fráköst : 29 í vörn – 7 í sókn.

Stig Snæfells : Kristen Green 31, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, María Björnsdóttir 12, Berglind Gunnarsdóttir 7, Sara Magnúsdóttir 5, Björg Einarsdóttir 4, Unnur Ásgeirsdóttir 2.

Fráköst : 33 í vörn – 9 í sókn.

Villur: Fjölnir 8 – Snæfell 11.

Dómarar : Björn Leósson og

Hákon Hjartarson.

Grindavík – Valur 59:79

Grindavík, úrvalsdeild kvenna, Iceland Express-deildin, miðvikudaginn 25. feb. 2009.

Gangur leiksins : 17:15, 31:38, 44:58, 59:79.

Stig Grindavíkur : Lilja Ósk Sigmarsdóttir 15, Petrúnella Skúladóttir 10, Ólöf Helga Pálsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 7, Helga Hallgrímsdóttir 6, Berglind Magnúsdóttir 4.

Fráköst : 29 í vörn – 9 í sókn.

Stig Vals : Melissa Mitidiero 29, Signý Hermannsdóttir 28, Þórunn Bjarnadóttir 10, Lovísa Guðmundsdóttir 8, Bernadett Toplak 2, Guðrún Baldursdóttir 2.

Fráköst : 38 í vörn – 8 í sókn.

Villur: Grindavík 15 – Valur 16.

Dómarar : Jakob Árni Ísleifsson og

Karl Friðriksson.