Æði Joe Jonas, Demi Lovato sem leikur í myndinni, Nick Jonas og Kevin Jonas stilltu sér upp fyrir ljósmyndara fyrir frumsýninguna.
Æði Joe Jonas, Demi Lovato sem leikur í myndinni, Nick Jonas og Kevin Jonas stilltu sér upp fyrir ljósmyndara fyrir frumsýninguna. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á UNDANFÖRNUM árum hefur ákveðinnar kreppu gætt í heimi strákasveitanna á Bretlandi og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sveita á borð við Take That og fleiri hefur ekkert almennilegt æði gripið evrópsk ungmenni hérna megin Atlantsála.
Á UNDANFÖRNUM árum hefur ákveðinnar kreppu gætt í heimi strákasveitanna á Bretlandi og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sveita á borð við Take That og fleiri hefur ekkert almennilegt æði gripið evrópsk ungmenni hérna megin Atlantsála. Í Bandaríkjunum er þessu öðruvísi farið og nú situr á hátindi frægðarinnar strákasveitin og bræðrabandið Jonas Brothers. Sveitin samanstendur af þremur ungum bræðrum, þeim Kevin, Joe og Nick, og í fyrradag var tónleikakvikmyndin Jonas Brothers: The 3D Concert Experience , sem Walt Disney Pictures framleiðir, frumsýnd í Hollywood. Eins og sjá má á myndunum eru stúlkur í meirihluta aðdáenda þeirra drengja og líkast til er ekki langt að bíða þess að æðið flytjist yfir Atlantshafið. Ef við erum heppin fer það framhjá okkur án teljandi vandræða.