HÉR er mættur enginn annar en Black Francis úr Pixies (eða Frank Black eins og hann hét á sólóferli sínum) ásamt eiginkonu sinni í hljómsveit er heitir eftir fallegu héraði í Lúxemborg.

HÉR er mættur enginn annar en Black Francis úr Pixies (eða Frank Black eins og hann hét á sólóferli sínum) ásamt eiginkonu sinni í hljómsveit er heitir eftir fallegu héraði í Lúxemborg.

Hjónakornin syngja bæði og platan hljómar svolítið eins og maður hefði getað ímyndað sér að farið hefði fyrir Pixies ef þau hefðu lifað nægilega lengi til þess að poppast upp úr öllu valdi. Hér eru oft sæmilegustu poppsmíðar á ferð en hvergi nægilega sterkar til þess að þeyta Francis upp úr þeim polli miðjumoðs er hann hefur verið ofan í síðustu ár.

Birgir Örn Steinarsson